Búðarhálsvirkjun

Janúar 2014.

Starfsmenn Rafal hafa á undanförnu ári unnið sleitulaust við Búðarhálsvirkjun í samstarfi við VOITH HYDRO.  Þegar mest var voru 20 starfsmenn frá Rafal á svæðinu – og unnu oft við mjög slæm veðurskilyrði seinni hluta árs 2013. 

Nú í janúar 2014 er svo komið að vél 1 er farin að snúast og framleiða um 45-50 MW af rafmagni undir stöðugu eftirliti.  Engir meinbugir hafa komið fram og eru aðilar afar sáttir með samstarfið. Gert er ráð fyrir að vél 2 fari í gang á næstu vikum en nú standa yfir prófanir og mælingar sem rafvirkjar og tæknifræðingar frá Rafal taka virkan þátt í.

Heldur hefur fækkað hjá okkur á svæðinu núna á nýja árinu en þessa dagana eru fjórir starfsmenn við vinnu þar.