Góður námsárangur hjá starfsmönnum Rafal

Febrúar 2015

Þann 30. janúar s.l. lauk Þóroddur Þóroddsson störfum hjá Rafal en hann hóf störf hjá Rafal þann
1. október 2008

Það sem er merkilegt við feril Þórodds hjá Rafal, er að hann réðst hingað sem nemi í rafvirkjun, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og rafveituvirkjun, lauk prófi sem iðnfræðingur og fékk sitt meistarabréf í rafvirkjun. Þessu námi lauk hann öllu utanskóla án þess að missa úr vinnu svo nokkru næmi.

Rafal ehf þakkar Þóroddi samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vinnustað.

Einnig má geta þess þrír rafvirkjanemar frá Rafal luku sveinsprófi í byrjun febrúar og þar af tveir með einkunina 9,5 í verklegu prófi, þau Hafdís María Kristinsdóttir og Gunnar Sæmundsson.

Rafal óskar þeim öllum innilega til hamingju með sveinsprófið og erum við að sjálfsögðu afar hreyknir af þessari frammistöðu.