Hákon og Sigrún eru hætt hjá Rafal og farin til Gautaborgar

2.11.2015

Hákon Gunnarsson, rafvirki, sem starfað hefur hjá Rafal í nokkur ár, er hættur störfum hjá okkur og er farinn til Gautaborgar til þess að geta verið samvistum við hana Sigrúnu sína.  Hákon fær eflaust vinnu sem rafvirki í Svíaríki, menn verða ekki sviknir af því að hafa hann í vinnu.

Sigrún, sem er heilbrigðisverkfræðingur, hafði starfað hjá Rafal á annað ár við góðan orðstír, fór til Gautaborgar í ágúst s.l., en þar stundar hún nú mastersnám í heilbrigðisverkfræði við Chalmers háskólann.

Starfsfólk Rafals þakkar Hákoni og Sigrúnu fyrir samstarfið og góða viðkynningu.