Nýir starfsmenn boðnir velkomnir

Um þessar mundir er verkefnastaða okkar nokkuð góð. Til þess að sinna viðskiptavinum okkar af öryggi var ákveðið að nota tækifærið og fjölga starfsmönnum. Við settum þess vegna í fyrsta sinn frá stofnun Rafals auglýsingu í dagblöðin þar sem við auglýstum eftir nokkrum rafiðnaðarmönnum. Viðbrögðin við auglýsingunni voru að okkar mati framar öllum vonum þar sem um 30 rafiðnaðarmenn óskuðu eftir starfi hjá okkur. Því miður er verkefnum okkar þannig háttað að einungis var þörf fyrir fjóra til fimm starfsmenn. Valið var ekki auðvelt og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem sóttu um starf, en voru ekki ráðnir í þetta sinn, fyrir sínar umsóknir. Jafnframt eru nýju starfsmennirnir þeir Magnús Þór, Ólafur Eir, Hákon, Atli og Katrín boðnir velkomnir í hópinn okkar.