• Virkjanir

  Rafal annast uppsetningu á öllum rafbúnaði fyrir stórar sem smáar virkjanir. Rafal sér einnig um hönnun og smíði afl- stjórnskápa fyrir vélbúnaðinn, auk fyrirbyggjandi viðhalds og lagfæringa á þessum búnaði.

  Nánar

  Virkjanir

  VIRKJANIR RAFAL ANNAST UPPSETNINGU Á ÖLLUM RAFBÚNAÐI FYRIR STÓRAR SEM SMÁAR VIRKJANIR

  Rafal sér einnig um hönnun og smíði afl- stjórnskápa fyrir vélbúnaðinn, auk fyrirbyggjandi viðhalds og lagfæringa á þessum búnaði.

  Starfsmenn okkar hafa mikla reynslu af allri vinnu við rafbúnað vatnsfalls- gufuafls- og díselvirkjana, þ.m.t. háspennu-, lágspennu- og smáspennulagnir, auk tenginga.

  Við önnumst þannig strengstigalagnir, kapalútdrátt, háspennukerfi, 400V kerfi, 110V DC kerfi, stýrikerfi, stjórnbúnað, liðavernd, ljósleiðarakerfi, fjarskiptabúnað og annað sem tilheyrir gangsetningu.

  VIRKJANIR SEM RAFAL HEFUR SETT UPP, ÝMIST SEM AÐAL- EÐA UNDIRVERKTAKI:

  2018 – Uppsetning og tenging rafbúnaðar fyrir LV 1x100 MVA Búrfell II
  2018 – Hönnun, smíði og uppsetning á stjórnbúnaði fyrir LV: 5 MVA 11 kV Bjarnarflagi.
  2017 – Rarik: Útvegun og uppsetning 24 kV skápa fyrir Grundarfjörð, Vatnshamra og Vík.
  2017 – Hönnun, smíði og uppsetning dreifistöðva fyrir Íslandsbleikju, Eimskip á Grundartanga ogvVatnsskarðsnámur.
  2017 – Samsetning á 130 MVA 220/33 kV fyrir ABB / ELKEM Grundartanga. Samsetning á 3 stk. 1F 37 MVA 132/13,8 kV vélaspennum LV Búrfell II.
  2017 – Vinna við breytingar og endurnýjun búnaðar í 132 – 220 kV tengivirkjum LN Búrfell, Mjólká, Vatnsfell og víðar.
  2017 – Smíði og uppsetning á stjórnbúnaði fyrir niðurdælingu ON Nesjavöllum.
  2016 - Hönnun, smíði og uppsetning dreifistöðva fyrir malarnámu Hólabrú.
  2016 - USI: Uppsetning rafbúnaðar í Kísilverksmiðju í Helguvík.

  2016 - HS Veitur: Samsetning á 50 MVA 132/33 kV aflspenni aðveitustöð Stakki og 60 MVA 66/33 kV Vestmannaeyjum.
  2016 - LN: Hönnun, smíði útvegun og uppsetning á 66 kV búnaði í aðveitustöðvar Rimakoti og Vestmannaeyjum. GEG: Vinna við uppsetningu 11 kV búnaðar Kenýa.
  2015 – NEXAS: Vinna við samsetningu á 132 kV 1600q álstreng Fitjar – Stekkur.
  2015 - GEG OLK 11 – 15: Smíði og tengingar rafbúnaðar 5 MVA gufuaflsvirkjana og smíði stjórnbúnaððar og vinna við aðveitustöð 220/11 kV Kenýa.
  2014 - GEG OLK 11 – 15: Smíði og tengingar rafbúnaðar 5 MVA gufuaflsvirkjana í Kenýa.
  2014 - CRI: 11 kV ELGA rofi stækkun. BIOKRAFT: vinna við uppsetningu 2 stk. 200 kVA 11 kV Vindmillur.
  2013 - Uppsetning og tengingar rafbúnaðar 2x45 MVA Búðarhálsvirkjunar. Rafeyri/ABB: Samsetning á 100 MVA 220/66 spenni Klafastöðum.

  2013 - GEG: Smíði og tengingar rafbúnaðar 5 MVA gufuaflsvirkjana í Kenýa OLK6-10.
  2012 – GEG OLK1-2: Smíði og tengingar rafbúnaðar 5 MVA gufuaflsvirkjana í Kenýa.
  2011 – Hönnun, smíði og uppsetning 400V 3000A stjórnskápa fyrir Faxaflóahafnir.
  2007 - Smíði, uppsetning og tengingar rafbúnaðar 1x30 MVA gufuaflsvirkjun Hellisheiði.
  2007 - Smíði, uppsetning og tengingar rafbúnaðar 1x30 MVA gufuaflsvirkjun Svartsengi.
  2006 - Smíði, uppsetning og tengingar rafbúnaðar 2x45 MVA gufuaflsvirkjun Hellisheiði.
  2006 - Smíði, uppsetning og tengingar rafbúnaðar 2x50 MVA gufuaflsvirkjun Reykjanesi.
  2005 - Smíði rafbúnaðar fyrir 2x50 MVA gufuaflsvirkjun Reykjanesi.
  1999 - Uppsetning og tengingar rafbúnaðar 2x60 MW Vatnsfallsvirkjun Sultartanga.

 • Háspenna

  Rafal annast uppsetningar á háspenntum rafbúnaði. Rafal tekur að sér fyrirbyggjandi viðhald og lagfæringar á háspennulínum og strengjum. Starfsmenn okkar hafa mikla reynslu af allri vinnu við háspennulínur, bæði tréstaura og stálmöstur.

  Nánar

  Háspenna

  Rafal annast uppsetningar á háspenntum rafbúnaði.

  Rafal tekur að sér fyrirbyggjandi viðhald og lagfæringar á háspennulínum og strengjum.

  STARFSMENN OKKAR HAFA MIKLA REYNSLU AF ALLRI VINNU VIÐ HÁSPENNULÍNUR, BÆÐI TRÉSTAURA OG STÁLMÖSTUR.

  Árið 1983 – 1993 var unnið við uppbyggingu og viðhald 19 kV lína í Reykhólasveit.
  Árið 1984 var eftirlit með uppbyggingu á 66 kV línu Mjólká – Tálknafjörður.
  Árið 2004 Unnið við uppbyggingu 400 kV línu í Noregi.
  Árið 2005 Unnið við uppbyggingu Reykjaneslínu.
  Árið 2005 – 2012 Uppbygging og viðhaldsvinna á 66, 132 og 220 kV línum fyrir Landsnet.
  Árið 2007 – 2012 Unnið að uppbyggingu og viðhaldi háspennulína á Grænlandi.

  STARFSMENN OKKAR HAFA MIKLA REYNSLU AF ALLRI VINNU VIÐ LAGNIR OG TENGINGAR HÁSPENNUSTRENGJA, FRÁ 12 TIL 220 KV

  Árið 1991 Blönduvirkjun 11 kV 1000q
  Árið 2003 Tengdar 120 múffur 300q 36 kv strengir Teigsbjarg – Kárahnjúkar.
  Árið 2004 Tengdar 240 - 300q 12 kV strengir Uppsárlóni.
  Árið 2005 Reykjanesvirkjun 12 til 17 kV 500q

 • Spennar

  Rafal annast viðhald og viðgerðir á afl- og dreifispennum. Starfsmenn Rafals hafa annast bilanagreiningu, viðhald og viðgerðir fjölda afl- og dreifispenna allt frá árinu 1994.

  Nánar

  Spennar

  SPENNAVIÐGERÐIR RAFAL ANNAST VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á AFL- OG DREIFISPENNUM.

  Starfsmenn Rafals hafa annast bilanagreiningu, viðhald og viðgerðir fjölda afl- og dreifispenna allt frá árinu 1994. Rafal býr yfir nýjum og fullkomnum tækjabúnaði til greiningar og hreinsunar á spennaolíu. Til að fylgjast með ástandi spenna og minnka líkur á ótímabærum bilunum er besti kosturinn að greina ástand olíunnar reglulega. Ástand olíunnar segir oftar en ekki til um líftíma spennisins, og með viðgerð er stefnt að tvöföldun líftíma spennisins.

  Ef spennir er ekki metin hæfur til viðgerðar annast Rafal svo förgun olíunnar sem af og til er menguð af hættulegum spilliefnum. Það er þannig verulega fjárhagslega hagkvæmt að viðhalda afl- og dreifispennum.

 • Almennar raflagnir

  Rafal veitir alhliða þjónustu varðandi alla almenna rafmagnsnotkun, þar með talið nýlagnir, viðhald og breytingar í iðnaðar- og íbúðarhúsnæði.

  Nánar

  Almennar raflagnir

  Rafal veitir alhliða þjónustu varðandi alla almenna rafmagnsnotkun, þar með talið nýlagnir, viðhald og breytingar í iðnaðar- og íbúðarhúsnæði.

 • Fjarskipti

  Starfsmenn Rafal hafa unnið við uppsetningu á fjarskiptavirkjum frá árinu 2000. Við höfum sett upp fjarskiptamöstur, lagt og tengt strengi, og sett upp og gangsett loftnet og fjarskiptabúnað.

  Nánar

  Fjarskipti

  TETRA / GSM

  Starfsmenn Rafal hafa unnið við uppsetningu á fjarskiptavirkjum frá árinu 2000. Við höfum sett upp fjarskiptamöstur, lagt og tengt strengi, og sett upp og gangsett loftnet og fjarskiptabúnað.

  Starfsmenn Rafal hafa meðal annars hannað og sett upp búnað fyrir GSM, TETRA og önnur fjarskiptakerfi. Auk Íslands hefur Rafal unnið við fjarskiptakerfi erlendis, til að mynda í Nígeríu, Grænlandi og Færeyjum.

   

  Meðal uppsetninga á TETRA og/eða GSM fjarskiptakerfum má nefna Héðinsfjarðargöng, Óshlíðargöng, Reykjanesvirkjun og Höfðatorg

 • Ljósleiðari

  Rafal hefur mikla þekkingu og víðtæka reynslu af ljósleiðaralögnum, blæstri innan- og utanhúss, tengingum og mælingum, með fullkomnum tækjabúnaði bæði til nýlagna, breytinga og viðgerða.

  Nánar

  Ljósleiðari

  Ljósleiðari er notaður til háhraða gagnaflutnings m.a. síma-, tölvu-, útvarps- og sjónvarpsefnis. Með ljósleiðaratengingu fæst hraðasta tenging sem völ er á og gjörbreytir því umhverfi sem notandi hefur áður kynnst í kopar og örbylgju tengingum.

  Rafal hefur mikla þekkingu og víðtæka reynslu af ljósleiðaralögnum, blæstri innan- og utanhúss, tengingum og mælingum, með fullkomnum tækjabúnaði bæði til nýlagna, breytinga og viðgerða.

  MEÐAL STÆRRI VERKEFNA ERU:

  Reykjanesvirkjun 2006, Orkuver 6 Svartsengi 2007
  Gagnaveita Reykjavíkur 2005 - 2012
  HS Orka og HS Veitur 2008 – 2012
  Vegagerðin Fáskrúðsfjarðargöng 2011 - 2012,
  Orkufjarskipti 2012
  Auk fjölda smærri verka.

  Rafal á tvær blástursvélar sem henta fyrir stóra strengi og litla strengi, langar og stuttar vegalengdir. Rafal á einnig fjórar splæsivélar, þar af tvær nýjar sem sem eru mjög hentugar í stærri verkefni. Rafal notast einnig við ODTR mæli, en hægt er að lesa úr mælingunni nákvæmlega hvar töp eru á ljósleiðararnum

 • Tengivirki

  Rafal annast uppsetningar á rafbúnaði tengivirkja, auk þess að taka að sér fyrirbyggjandi viðhald og lagfæringar á þessum búnaði.

  Nánar

  Tengivirki

  RAFAL ANNAST UPPSETNINGAR Á RAFBÚNAÐI TENGIVIRKJA, AUK ÞESS AÐ TAKA AÐ SÉR FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD OG LAGFÆRINGAR Á ÞESSUM BÚNAÐI.

  Starfsmenn okkar hafa mikla reynslu af allri vinnu við rafbúnað tengivirkja, þ.m.t. háspennu-, lágspennu- og smáspennulagnir og tengingar.

  Við reisum þannig möstur, og sjáum um uppsetningu afl-, tein-, og jarðbindirofa, straum- og spennuspenna, eldingavara, aflspenna og víringar, strengstigalagnir, kapalútdrátt, háspennukerfi, 400V kerfi, 110V DC kerfi, stýrikerfi, stjórnbúnað, liðavernd, ljósleiðarakerfi, fjarskiptabúnað og annað sem tilheyrir spennusetningu.

  TENGIVIRKI SEM RAFAL HEFUR SETT UPP, ÝMISST SEM AÐAL- EÐA UNDIRVERKTAKI.

  2012 - Uppsetning 132 kV rofareitur Aðveitustöð Brennimel
  2009 - Uppsetning 132 kV rofareitur Aðveitustöð Geithálsi
  2001 - Uppsetning 11kV dreifingar 7,75 MVA vegna verslunarhúsnæðis Smáralindar
  1999 - Uppsetning 11kV dreifingar 4,1 MVA vegna stækunnar Kringlunnar 4 - 12.
  1993 - Tengingar stjórnskápa vegna 132/66/33/stækkunar Aðveitustöðvar LV og RR Korpu.
  1992 - Tengingar stjórnskápa vegna 220/132 kV stækkun Aðveitustöðvar LV Hamranesi.
  1991 - Tengingar stjórnskápa vegna 220/132 kV stækkun Aðveitustöðvar LV Hamranesi.
  1991 - Uppsetning 132 kV GIS tengivirki hjá Merlin Gerin / LV Blönduvirkjun.
  1991 - Tenging 11 kV kapalendabúnaðar fyrir Orkuvirki / LV Blönduvirkjun.
  1990 - Uppsetning 132kV rofareitur Aðveitustöð LV Geiradal.
  1990 - Uppsetning 132/11kV aflspennis og 11kV dreifing fyrir Íslenska Stálfélagið.
  1990 - Uppsetning 11kV dreifingar fyrir ÍSAGA.
  1990 - Uppsetning 66/11 kV Aðveitustöðvar HR Nesjavöllum
  1989 - Uppsetning og tenging stjórnskápa 220/132/11kV Aðveitustöðvar LV Hamranesi.

 • Olíuhreinsun

  Rafal tekur að sér greiningu og hreinsun spennaolíu. Ástand oliunnar segir oftar en ekki til um líftíma spennisins, og með viðgerð má tvöfölda líftíma spennisins.

  Nánar

  Olíuhreinsun

  RAFAL TEKUR AÐ SÉR GREININGU OG HREINSUN SPENNAOLÍU

  Starfsmenn Rafals hafa annast bilanagreiningu, viðhald og viðgerðir fjölda afl- og dreifispenna allt frá árinu 1994.

  Rafal býr yfir nýjum og fullkomnum tækjabúnaði til greiningar og hreinsunar á spennaolíu. Til að fylgjast með ástandi spenna og minnka líkur á ótímabærum bilunum er besti kosturinn að greina ástand olíunar reglulega. Ástand oliunnar segir oftar en ekki til um líftíma spennisins, og með viðgerð er stefnt að tvöföldun líftíma spennisins.

  Ef spennir er ekki metin hæfur til viðgerðar annast Rafal svo förgun olíunnar sem af og til er menguð af hættulegum spilliefnum.

  Það er þannig verulega fjárhagslega hagkvæmt að viðhalda afl- og dreifispennum!

 • Hitamyndavélar

  Rafal hefur sérfræðiþekkingu og hátæknibúnað til að skoða rafbúnað og lagnir með hitamyndavél.

  Nánar

  Hitamyndavélar

  REGLULEGAR HITAMÆLINGAR Á RAFBÚNAÐI MEÐ HITAMYNDAVÉL GETUR KOMIÐ Í VEG FYRIR ÓTÍMABÆRT STRAUMLEYSI.

  Rafal hefur sérfræðiþekkingu og hátæknibúnað til að skoða rafbúnað og lagnir með hitamyndavél.

  Þetta gerir okkur kleift að finna óeðlilega hitamyndun í rafbúnaði og koma þannig í veg fyrir eyðileggingu og ófyrirséð rafmagnsleysi.

 • Rafsegulsviðsmælingar

  Rafal hefur til umráða fullkominn rafsegulsviðsmæli og við tökum að okkur mælingar samkvæmt óskum viðskiptavina.

  Nánar

  Rafsegulsviðsmælingar

  Rafal hefur til umráða rafsegulsviðsmæli af gerðinni NARDA ETL 400 og við tökum að okkur mælingar samkvæmt óskum viðskiptavina.

  Rafsegulsvið myndast m.a. þegar einungis hluti straums í fasataug frá rafveitu skilar sér til baka rétta leið um núlltaug heimtaugar. Þá verða til svokallaðir ,,flökkustraumar” sem hafa vakið töluvert umtal undanfarin ár.

  Til að leysa þetta vandamál hefur Rafal hannað og sett á markað svokallaðan Straumbeini. Hér má fræðast nánar um Straumbeini.