Þorra-snarl

Föstudaginn 18. janúar, s.l. störtuðum við Skoda spenninum okkar. Tilefnið var að við höfum lokið smíði og sölu á fimm hundruð spennum af stærðum 11 til 22 kV, 30 til 500 kVA, en við hófum framleiðslu á þessum spennum vorið 2009. Fjöldi góðra gesta heimsóttu okkur af þessu tilefni. Þeir áttu það sameginlegt að koma beint eða óbeint að þessum þætti starfsemi okkar. Þar sem Þorrakoman var á næstu dögum fannst okkur við hæfi að bjóða upp á súrsaðan pinnamat, eða svokallað Þorra-snarl. Það var reglulega ánægjulegt að sjá hvað margir gestanna kunnu að meta þá nýbreytni í matargerð. Við þökkum gestum okkar fyrir skemmtilega kvöldstund.