Júní 2018

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að þróa gæðastjórnunarkerfi Rafal, vinnu- og verklagsreglur o.fl., í þeim tilgangi að fá viðeigandi vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum.

Nú hefur gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins verið tekið út af til þess bærum aðila, BSI, sem hefur staðfest að gæðastjórnunarkerfið uppfylli kröfur ISO 9001:2015 staðalsins.

26.1.2016

Föstudaginn 22. janúar s.l. hélt Rafal sitt árlega þorrablót fyrir viðskiptavini, birgja og aðra gesti.

Tæplega 200 manns sóttu viðburðinn, nutu góðra veitinga og ræddu heimsmálin.  Reynir Jónasson harmonikkuleikari lék létta tónlist af sinni alkunnu fagmennsku.  Rafal kynnti helstu framleiðsluvörur sínar og þau verkefni sem unnið er við.

Getraun var í gangi á þorrablótinu, farið hefur verið yfir niðurstöður og eru vinningar og vinningshafar þessir:

1. vinningur:    Matur fyrir tvo á Kolabrautinni í Hörpu

30.11.2015

Nú er lokið framleiðslu þúsundasta dreifispennisins hjá Rafal, en um er að ræða 200 kVA spenni.

Framleiðsla dreifispenna hófst hjá Rafal árið 2009, framleiddir hafa verið allt að 150 spennar á ári, og eru þeir í notkun víða um land.  Spennarnir eru aðallega notaðir í veitukerfum þar sem jarðstrengir koma í stað háspennulína.

Efni og íhlutir til framleiðslunnar eru að hluta til innflutt, stál og zinkhúðun er unnið af hafnfirskum fyrirtækjum, en öll vinna við samsetningu og prófanir fer fram hjá Rafal.

2.11.2015

Boxið 2015, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fór fram í Háskólanum í Reykjavík 31. október s.l.  Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.

2.11.2015

Hákon Gunnarsson, rafvirki, sem starfað hefur hjá Rafal í nokkur ár, er hættur störfum hjá okkur og er farinn til Gautaborgar til þess að geta verið samvistum við hana Sigrúnu sína.  Hákon fær eflaust vinnu sem rafvirki í Svíaríki, menn verða ekki sviknir af því að hafa hann í vinnu.

Sigrún, sem er heilbrigðisverkfræðingur, hafði starfað hjá Rafal á annað ár við góðan orðstír, fór til Gautaborgar í ágúst s.l., en þar stundar hún nú mastersnám í heilbrigðisverkfræði við Chalmers háskólann.

Febrúar 2015

Creditinfo hefur staðfest að Rafal ehf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2014

Af tæplega 34.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 577 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Rafal ehf. er á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast þær kröfur, númer 259 af 577

Þetta er kærkomin viðurkenning sem við þökkum alfarið starfsmönnum okkar og samstarfsaðilum.

Febrúar 2015

Þann 30. janúar s.l. lauk Þóroddur Þóroddsson störfum hjá Rafal en hann hóf störf hjá Rafal þann
1. október 2008

Það sem er merkilegt við feril Þórodds hjá Rafal, er að hann réðst hingað sem nemi í rafvirkjun, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og rafveituvirkjun, lauk prófi sem iðnfræðingur og fékk sitt meistarabréf í rafvirkjun. Þessu námi lauk hann öllu utanskóla án þess að missa úr vinnu svo nokkru næmi.

Rafal ehf þakkar Þóroddi samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vinnustað.

Janúar 2015

Hið árlega Þorrasnarl Rafal var haldið föstudaginn 16. janúar síðastliðinn. Það var hörku mæting en rúmlega 200 manns létu sjá sig og gerðu sér glaðan dag. Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og það er ljóst að þessi hefð er komin til að vera.

Skemmtileg getraun var í gangi en hún var þannig að menn giskuðu á lengd gangsins í húsakynnum Rafal. Gangurinn er nákvæmlega 50,35 metrar.

Búið er að taka í notkun glæsilegt hótel þar sem gamla Apótekið var til húsa að Austurstræti 16 sem ber einmitt nafnið Hótel Apótek.

Janúar 2014.
Starfsmenn Rafal hafa á undanförnu ári unnið sleitulaust við Búðarhálsvirkjun í samstarfi við VOITH HYDRO. Þegar mest var voru 20 starfmenn frá Rafal á svæðinu – og unnu oft við mjög slæm veðurskilyrði seinni hluta árs 2013

Mars 2013.
Vorið 2010 tók Rafal að sér lítið verkefni í Kenýa fyrir Green Energy Group. Þetta verkefni hefur orðið töluvert umfangsmeira en gera mátti ráð fyrir við fyrstu sýn.

Febrúar 2013.
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Rafals unnið fyrir Landsnet að uppsetningu og tengingum á 132 kV rafbúnaði á Brennimel. Verkið var boðið út í septenber s.l. og hófst vinna við það í byrjun nóvember.

Febrúar 2013.
Um þessar mundir er verkefnastaða okkar nokkuð góð. Til þess að sinna viðskiptavinum okkar af öryggi var ákveðið að nota tækifærið og fjölga starfsmönnum.

Janúar 2013.
Föstudaginn 18. janúar störtuðum við Skoda spenninum okkar. Tilefnið var að við höfum lokið smíði og sölu á fimm hundruð spennum af stærðum 11 til 22 kV, 30 til 500 kVA, en við hófum framleiðslu á þessum spennum vorið 2009.