Vinna fyrir Green Energy Group

Vorið 2010 tók Rafal að sér lítið verkefni í Kenýa fyrir Green Energy Group. Þetta verkefni hefur orðið töluvert umfangsmeira en gera mátti ráð fyrir við fyrstu sýn. Er nú svo komið að vinna við þriðja áfanga þessa verkefnis er í fullum gangi og ráð fyrir gert að framhald verði á verkefninu á næstu mánuðum.