Vinna fyrir Landsnet á Brennimel

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Rafals unnið fyrir Landsnet að uppsetningu og tengingum á 132 kV rafbúnaði á Brennimel. Verkið var boðið út í septenber s.l. og hófst vinna við það í byrjun nóvember. Um er að ræða nýjan rofareit vegna 132/33 kV spennis í eigu RARIK. Nú er komið að verklokum og var úttekt Landsnets á verkinu þann þann 29. janúar s.l. Þar sem tengivirkið er í fullum rekstri krefst svona verkefni mikillar aðgæslu og fagmennsku á háu stigi og þess vegna kærkomið fyrir okkar fyrirtæki. Af hálfu Rafals hafði Finnur Örn Þórðarson rafmagnstæknifræðingur okkar umsjón með verkefninu og annaðist öll samskipti við fulltrúa verkkaupa. Samtals komu 17 starfsmenn Rafals á einn eða annan hátt að verkinu.