Vinningshafar í getraun á Þorrasnarli Rafal

Janúar 2015

Hið árlega Þorrasnarl Rafal var haldið föstudaginn 16. janúar síðastliðinn. Það var hörku mæting en rúmlega 200 manns létu sjá sig og gerðu sér glaðan dag. Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og það er ljóst að þessi hefð er komin til að vera.

Skemmtileg getraun var í gangi en hún var þannig að menn giskuðu á lengd gangsins í húsakynnum Rafal. Gangurinn er nákvæmlega 50,35 metrar.

Tveir gestir voru jafnir í fyrsta sæti og fá þeir báðir út að borða fyrir tvo á veitingastaðnum Apótekið. Þeir voru Trausti Hvannberg Ólafsson hjá HS Veitum og Pétur Sigurgeir Sigurðsson hjá Skeljungi. Þeir giskuðu báðir á slétta 50 metra.

Það var svo Jóhann Pétur Guðjónsson starfsmaður Rarik sem var sá þriðji getspakasti og fær hann leikhúsferð fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Hann giskaði á 49,5 metra. Sonur hans, Kjartan Már Jóhannsson, starfsmaður Rafal var samt næstur réttri lengd með 50,6 metra og fær hann líka út að borða á Apótekinu fyrir tvo. Greinilegt að lengdarskynið er gott hjá þessu kyni :) Myndir frá deginum má sjá á Facebook síðu Rafal.