Saga Rafal nær allt aftur til ársins 1983
Í dag er fyrirtækið lykilaðili í rekstri og uppbyggingu raforkuinnviða landsins,
allt frá hönnun, uppsetningu, gangsetningu að rekstri og þjónustu.
Rekstur og þjónusta
Sinnum verktöku og þjónustu við virkjun rafmagns, flutning þess og dreifingu. Við erum samstarfsaðili fjölmargra stórnotenda á rafmagni, bæði í uppbyggingu og þjónustu. Við þjónustum sveitarfélög og stórfyrirtæki með götulýsingu, hleðslustöðvar og iðnaðarrafmagn. Við leggjum ljósleiðara um landið allt.
Framleiðsla
Framleiðum afldreifi-, fjargæslu- og stjórnskápa, ásamt jarðspennistöðvum og dreifstöðvarhúsum. Auk þess sinnum við fjölbreyttri sérframleiðslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Við önnumst einnig ástandsskoðanir og viðgerðir á spennum. Við búum yfir bestu aðstöðu landins til prófana á háspennubúnaði.
Hönnun, Rannsóknir og þróun
Hönnun, forritun, stýringar og útfærslur á lausnum á sviði háspennu og lágspennu. Við stundum rannsóknir og þróun á mikilvægum raforkuinnviðum. Við búum yfir reynslu, þekkingu og mælitækjum til að fylgjast með rafbúnaði og sinna fyrirbyggjandi viðhaldi. Sérfræðingar okkar búa yfir einstökum hæfileikum til að leysa krefjandi verkefni og bregðast við áskorunum framtíðarinnar.
Snjallar lausnir
Með búnaði og hugbúnaði leysum við fjarvöktunarmál viðskiptavina okkar. Hvort sem um er að ræða vöktun á innviðum sem þegar eru til staðar eða nýr búnaður. Við trúum því að nýting er umhverfisvernd og því góður kostur að skipta ekki út búnaði ef þörf er ekki á því. Við eigum og rekum LoRaWAN fjarskiptakerfi sem getur verið góður kostur þegar kemur að fjarvöktun.