Nýlega var gerður samningur við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á ljósleiðarastrengjum á grundvelli útboðs. Rafal og Lýsir unnu saman að tilboðsgerðinni og nýttust styrkleikar beggja félaga við að landa þessum mikilvæga samningi. Reiknað er með að um fimmhundruð kílómetrar af ljósleiðara verði lagðir á hverju ári. Samvinna Rafal við verkfræðistofuna Afl og Orku og Lýsir, gerir fyrirtækjunum kleift að takast á við flest þau tæknilegu verkefni sem viðskiptavinir okkar glíma við.