Það er okkur í Rafal sönn ánægja að hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022 enda höfum við markvisst verið að vinna í átt að jafnrétti undanfarin ár. Enn ánægjulegra er að vera með öflugar konur í framkvæmdastjórn Rafal. Við trúum því að fjölbreyttur hópur taki betri og skynsamari ákvarðanir sem leiði til öflugri reksturs og betri vinnustaðarmenningar.
Í dag eru sex sæti í framkvæmdastjórn og skipa konur þrjú af þeim sem er sjaldséð í okkar geira. Það er okkar trú að þessi markvissa vinna okkar með fjölbreytileika skili sér í samkeppnisforskoti þar sem að okkar helstu viðskiptavinir eru farnir að leggja aukna áherslu á þennan málaflokk og við höfum líka fundið gríðarlega mikinn áhuga hjá ungum rafvirkjum og nemum að ganga til liðs við Rafal. Framtíðin er björt!
Jafnvægisvoginn hefur veitt viðurkenningar sl. fjögur ár en Rafal ehf. hefur verið þátttakandi síðan 2021 og er að hljóta þessa viðurkenningu í fyrsta sinn. Takk fyrir okkur og áfram gakk!