Síðastliðin föstudag var 40 ára afmæli fyrirtækisins fagnað, með veglegu hófi í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Hringhellu 9 í Hafnarfirði. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í Búðardal með það að markmiði að styðja við uppbyggingu rafmagnsinnviða. Á þeim árum sem liðin eru af sögu fyrirtækisins, hefur starfsmönnum fjölgað úr 2 í 120, starfsemin verið flutt á höfuðborgarsvæðið og viðskiptavinirnir orðið fleiri. Sagan er þó rétt að hefjast enda verkefni, möguleikar og áskoranir framtíðarinnar þegar kemur að innviðum, vöktun og fjarskiptum nánast óendanlegir.
Fjölmargir gestir mættu í boðið, viðskiptavinir, starfsmenn og makar, auk fjölda velunnara fyrirtækisins. Óhætt er að segja að gestir hafi skemmt sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta og fagna með okkur.