Það er alveg ljóst að vegferðin að kolefnishlutleysi felur í sér fjölmörg og krefjandi verkefni. Bæði einstaklingar og fyrirtæki þurfa að leggja lóð á vogarskálarnar í þeirri vinnu. Hjá Rafal er lögð mikil áhersla á að safna þekkingu til þess að styðja sem best við viðskiptavini Rafal á þeirra vegferð. Aukin fjarvöktun er einn þeirra þátta og teljum við að hún eigi eftir að spila stórt hlutverk á næstu árum. Það eru nefnilega líka litlu skrefin og verkefnin sem geta velt stóru hlassi þegar allt kemur til alls. Rafal hefur komið að flestum ef ekki öllum virkjanaframkvæmdum síðustu ára og tekur virkan þátt í spennandi verkefnum í öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku.
Það er magnað að upplifa stemninguna og samstöðuna á svona stóru þingi og gaman að sjá hvað það er margt í gangi og hvað litlu hlutirnir geta einmitt haft mikil áhrif í stóru myndinni. Það var mikill innblástur að upplifa umræðuna um jafnrétti áberandi og háværa, jafnrétti er nefnilega lykillinn í loftslags baráttunn. Rannsóknir styðja að fjölbreyttari teymi ná frekar árangri í baráttunni. Rafal hefur tekist vel til í þessum efnum, en að þýðir ekki að það sé hægt að láta þar við sitja. Verkefnið er risavaxið og þróunin mun vera hröð á næstu árum. Saman vinnum við stærstu sigrana, við erum því meira en tilbúin að deila upplýsingum og höfum gaman að læra af vegferð annarra, svo endilega heyrið í okkur.
Það var líka virkilega gaman að sjá fjölbreyttan hóp saman komin á þinginu og mikið af innfæddu fólki héðan og þaðan úr heiminum sem klæddist fatnaði til að heiðra sinn uppruna.
Niðurstaða þingsins er sannarlega söguleg því í fyrsta sinn er talað um minnka notkun á jarðefnaeldsneyti. Stóra spurningin er hins vegar, er þetta nóg?
Þakklæti fá Nótt og Viktoría hjá Grænvangi fyrir skipulag sitt og utanumhald.
Núna er tækifæri okkar allra til að fjárfesta í grænni framtíð þar sem þátttaka allra kvenna, kvára og karla skiptir máli.