Stórframkvæmdir

Alhliða þjónusta vegna stórframkvæmda, hvort sem um er að ræða nýframkvæmdir, viðbótaframkvæmdir eða stærri viðhaldsverkefni fyrir raforkufyrirtæki.

Rafal hefur komið af uppbyggingu flestra virkjana á síðustu árum og nú nýlegast má helst nefna vinnu við Reykjanesvirkjun, ásamt stækkun á virkjuninni í Svartsengi.

Víðtæk þekking starfsfólks gerir deildinni kleift að annast fjölbreytt og yfirgripsmikil verkefni, líkt og uppsetningu stjórn- og rafbúnaðar fyrir háspennubúnað virkjana, ásamt öðrum rafmagnstengdum verkum.


leiðandi þekking og þjónusta

Áherslur deildarinnar í öllum verkum er að tryggja gott flæði upplýsinga til allra hagaðila, ásamt góðu samstarfi við viðskiptavini og aðra aðila verkefna, allt frá fyrstu skrefum framkvæmdar að gangsetningu.

Starfsfólk deildarinnar hefur mikla þekkingu og reynslu á innkaupum, smíði og uppsetningu rafbúnaðar, allt frá stjórnskápum upp í háspennurofa og spenna.


Styðjum við sjálfbærni

Rafal tekur með verkum sínum virkan þátt í innviðauppbyggingu og viðhaldi á raforkuframleiðslu og dreifkerfi raforku á Íslandi. Með aukinni raforkunotkun og þörf fyrir raforku sem tengt er orkuskiptum og sjálfbærnivegferð landsins er nauðsynlegt að styðja vel við framleiðslu, auka framleiðslugetu og bæta afhendingaöryggi. Sterkir raforkuinnviðir eru forsenda þess að markmið Íslands um minnkun kolefnislosunar náist.


Tengiliðir

Helgi Guðmundsson
Deildarstjóri – Stórframkvæmdir

helgig@rafal.is

Bjarni Sæmundsson
Verkefnastjóri – Stórframkvæmdir

bs@rafal.is