Rannsóknir og vöruþróun
Markmið deildarinnar er að veita stuðning og auka þekkingu bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki Rafal og dótturfyrirtækja. Starfsemi deildarinnar byggir á hugsjónum og frumkvöðlastarfi, stofnanda fyrirtækisins Kristjóns Sigurðssonar sem vildi lengja endingartíma hluta, með góðu viðhaldi og þekkingu á möguleikum lagfæringa og viðgerða, í stað þess að fjárfesta alltaf í nýjum hlutum. Þau þróunarverkefni sem unnið hefur verið að mótast af þessu hugarfari sem fellur vel að hugsjónum um minnkaða notkun auðlinda, ending tækja er umhverfismál.
Deildin er vettvangur nýsköpunar og þekkingarmiðlunar
Deildarstjóri, Davíð Örn Jónsson