Rafal býður viðskiptavinum sínum núna að hafa eftirlit með rafgeymasettum, svokölluðu varaafli. Notast er við nýjasta tækjabúnað til þess og stuðst við “best practice” helstu staðla um rafgeyma og varaaflskerfi.
Gerðar eru mælingar á innra viðnámi rafgeymasetta sem nýtast til að meta líftíma settsins og síðan er gerð rýmdarmæling á settinu sem sýnir getu þess og ástand.
Einnig er lagt mat á og gefnar ábendingar um rýmið sem geymasettið er í. Þar er helst að telja loftræstingu, neyðarsturtu, hreinlæti og aðgengi. Myndir eru teknar af geymunum og eiganda sendar þær ásamt ítarlegri skýrslu um ástandið. Mælingarnar eru þannig að niðurstaða kemur fyrir hvern geymi í settinu um spennu og innra viðnám ásamt rýmd settsins. Lagt er mat á gæði hleðslutækis út frá rippilspennu/straum sem hleðslutækið gefur.
Varaafl þarf að vera í lagi þegar þess er þörf, þess vegna er virk eftirlitsáætlun og eftirfylgni hennar nauðsynleg til að tryggja viðkomandi kerfi þegar eitthvað bjátar á.
Farin var ferð um Norðurland í júlí og gerðar mælingar á geymasettum hjá Landsvirkjun, Norðurorku og Rarik. Meðfylgjandi myndir eru úr ferðinni.
110V rafgeymasett í mælingu.
Vélasalur Blöndustöðvar.
Blöndustöð.