Akenza IOt hugbúnaður

Með stuðningi réttra lausna má efla fjarvöktun og orkueftirlit. Þannig lækkum við kolefnisspor, aukum gagnadrifna ákvarðanatöku og höfum jákvæð áhrif á umhverfið.

Í samstarfi við svissneska fyrirtækið Akenza býður Rafal upp á veflægu hugbúnaðarlausnina akenza IoT. Um er að ræða skilvirkan hugbúnað sem einfaldar ferlið við uppsetningu, nýtingu og skölun mismunandi IoT lausna. Kerfið heldur utan um fjarskiptatengingar, birgðastjórnun og gagnavinnslu og gefur viðskiptavinum Rafal tækifæri til að nýta IoT gögn á árangursríkan máta.

Kerfið býður upp á rauntímagögn og gagnagreiningu til grundvallar gagnadrifinnar ákvarðanatöku. Notkun kerfisins í sjálfbærniverkefnum á Íslandi undirstrikar möguleikana sem það býður upp á í þróun IoT lausna tengda fjarvöktun og orkueftirliti.


IoT lausnakeðja RafaL

IoT lausnakeðjan er samanstendur af samþættingu sem nær frá endabúnaði yfir til endanlegs hugbúnaðar. Skynjararar/nemar senda gögn til akenza IoT kerfisins í gegnum mismunandi fjarskiptaleiðir, t.d. LoRaWAN eða farsímasamskipti.

akenza IoT kerfið er miðstöð til þess að halda utan um og stýra tengingum, gagnavinnslu og greiningu. Hægt er að skoða gögnin sjónrænt beint í akenza IoT kerfinu eða setja upp mælaborð sem mögulegt er að deila áfram. Þá er í boði mismunandi tengimöguleikar til þess að koma gögnum áfram í þann hugbúnað viðskiptavinar sem óskað er eftir, t.d. í gegnum vefþjónustu eða með því að streyma gögnum áfram með mismunandi lausnum.


Einkenni sterkra IoT innviða

Markmið akenza IoT kerfisins er að einfalda uppsetningu og utanumhald snjallra lausna með notendavænum lausnum sem einungis þurfa litla og einfalda forritun. Uppsetning gagnaflæðis er fyrsta skrefið í gagnavinnslu frá búnaði yfir í hugbúnaðarkerfið. Mismunandi möguleikar eru á fjarskiptatengingum og ættu því notendur að geta valið hvað hentar hverju sinni. akenza IoT kerfið er nú þegar með gagnaþýðendur fyrir yfir 200 tegundir búnaðar, einnig er hægt að bæta við nýjum og sérsniðnum gagnaþýðendum allt eftir þörfum. Þá býður kerfið upp á mismunandi leiðir og lausnir til þess að koma gögnum áfram í þau kerfi/hugbúnað sem óskað er eftir.

Með regluvél (e. Rule Engine) er hægt að bregðast við þegar gögn berast frá búnaði og gefa út viðvaranir, tilkynningar eða senda skilboð/stýriboð í annan búnað. Mælaborðssmiður (e. Dashboard Builder) býður notendum upp á að útbúa og sníða sín eigin mælaborð, þá er einnig möguleiki á að deila þeim mælaborðum áfram. Mælaborðin geta t.d. sýnt lykilmælikvarða (e. KPI), töflur, kort, texta og rýmisteikningar. Að auki er hægt að senda gögn áfram í tól eins og Power BI og Tableau.

akenza IoT kerfið styður við fjarskiptatengingar fyrir lágorku IoT verkefni á stórum skala. Það er tilbúið fyrir tengingar í gegnum LoRaWAN, farsímakerfis IoT lausnir og aðrar IoT samskiptaleiðir. Hugbúnaðurinn er ISO27001 vottaður, sem þýðir að bestu venjum er fylgt þegar kemur að því að halda utan og tryggja öryggi og trúnað upplýsinga og gagna.


Verkefnin

Hingað til hefur akenza IoT kerfið nýst vel í utanumhaldi á fjölbreyttum fjarvöktunar og IoT verkefnum. Verkefnin spanna meðal annars vöktun á vatns- og hitaveituþrýstingi, loftgæðamælingar, eftirlit með olíugildrum, vöktun innkeyrsluhurða og neyðarstoppa á hurðum, fjarvöktun á rafmagnsgildum og fleira. Með notkun kerfisins ná viðskiptavinir að safna dýrmætum gögnum sem áður hefði verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að safna. Auðvelt er að hafa yfirsýn og útbúa mælaborð fyrir gögnin innan akenza IoT kerfisins, en einnig hafa fjölmargir tengimöguleikar kerfisins nýst viðskiptvinum Rafal vel til þess að flytja gögnin inn í þau kerfi sem þegar eru í notkun og auka þannig nýtingu þeirra. Sem dæmi eru viðskiptavinir Rafal að nýta gagnatengingar á borð við Azure IoT hub, SQL tengingar líkt og MySQL og aðra tengimöguleika, ásamt því að fá tilkynningar bæði í tölvupósti og sms skilaboðum t.d. þegar vikmörk reglna í kerfinu er náð og þær gefa út viðvaranir. 

Í gegnum akenza IoT kerfið fá viðskiptavinir Rafal aðgang að mikilvægum gögnum sem safnast í gegnum mismunandi leiðir við fjarvöktun og eftirlit. Gögnin nýtast á fjölbreyttan máta til þess meðal annars að staðfesta spálíkön, auðvelda fyrirbyggjandi viðhald búnaðar, hraðað viðbragð við bilunum ásamt stuðningi við sjálfbærnimál og umhverfisvernd.

Dæmi um viðskiptavini Rafal sem eru að nýta akenza IoT kerfið eru Veitur, Norðurál, Isavia, Heimar og Reykjavíkurborg.

Þá er sérstakur heiður fyrir Rafal að kerfið er nýtt í verkefni sem hefur vinnuheitið Núllorkuhúsið og er samstarfsverkefni Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Háskólans í Reykjavík og Rafal. Markmið verkefnisins er að byggja hús með sjálfbæra orkuframleiðslu sem uppfyllir ISO staðalinn (ISO/TS 23764) sem lýsir aðferðarfræði til að uppfylla skilyrði um núllorkuhús fyrir annað húsnæði en íbúðarhúsnæði. Verkefninu er ætlað að auka sýnileika og vekja áhuga á tækninámi, ásamt því að styrkja tengsl milli atvinnulífs og skólakerfisins. Með verkefninu standa einnig vonir til að skapa vettvang til framþróunar í kennslu og aukningu á gæðum náms.


Tengiliðir

Hrafn Guðbrandsson
Deildarstjóri – Stafrænar lausnir

hrafn@rafal.is

Rakel Sigurjónsdóttir
Lausnasérfræðingur – Stafrænar lausnir

rakel@rafal.is