
Fjarskiptadeild
Öll reiðum við okkur á fjarskipti í okkar daglega lífi, oft án þess að gera okkur grein fyrir því. Mætti segja að fjarskipti séu ein af mikilvægari innviðum landsins, en hraður gagnaflutningur getur skipt sköpum í daglegu lífi, t.d. vegna neyðarþjónustu, fjarlækninga og fleira. Rafal hefur tekið þátt í ljósleiðaravæðingunni hér á landi frá upphafi þeirrar vegferðar og státar af öflugri fjarskiptadeild.
Starfsfólk fjarskiptadeildar sinnir alhliða þjónustu við fjarskipti og allt ljósleiðaratengt.
Ljósleiðaratengd verkefni
Með góðum tækjum og búnaði er deildin vel í stakk búin til að takast á við öll verkefni, stór sem smá.
Með reynslumiklu starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu, er deildin tilbúin í öll ljósleiðaratengd verkefni og getur leyst þær áskoranir og vandamál sem upp koma á snöggan og áreiðanlegan máta.
Þjónustulund skiptir starfsfólk deildarinnar miklu máli og kappkostað er að hafa viðbraðgstíma stuttann þegar mikið liggur við vegna bilana eða vandamála sem upp koma með skömmum fyrirvara.


Önnur Fjarskiptaverkefni
Deildin sér um uppsetningu og viðhald á ýmsum fjarskiptakerfum sem dæmi GSM, TETRA & FM.
Starfsfólk deildarinnar hefur víðtæka þekkingu og reynslu af þjónustu og uppsetningu á fjarskiptakerfum. Mikil samvinna er við helstu hönnuði fjarskiptakerfa hérlendis. TETRA kerfið er mikilvægur þáttur í samskiptum neyðar- og viðbragðsaðila.
Hjá Rafal er boðið upp á endurvarpskerfi frá Maven Wireless, Selecom og Coiler, ásamt Coax strengjum frá Kabelwerk Eupen.
Tengiliðir
Ólafur Páll Bjarkason
Deildarstjóri – Fjarskiptadeild
opb@rafal.is
896-1982

Jesús Rodriguez Fernández
Verkefnastjóri- Fjarskiptadeild
jesus@rafal.is
690-0558
