Intelilight Götuljósastýringar

Drögum úr kolefnisspori lýsingar á götum, stígum og stæðum með skilvirkri stjórnun götuljósa og minnkun ljósmengunar

Með InteliLIGHT® frá Flashnet býður Rafal upp á áreiðanlegt götuljósastýringakerfi. Kerfið býður upp á mismunandi búnað til stýringa eftir því hvað hentar hverju sinni ásamt veflægu hugbúnaðarkerfi. Með stýringu á kveikingu lampa og markvissri dimmingu (á við þar sem notaðar eru stýringar á hvern lampa) má lækka orkukostnað umtalsvert. Þá má einnig draga úr heildarkostnaði með ítarlegu viðhaldi og fyrirbyggjandi inngripum, byggðum á skýrslum og viðvörunum úr kerfinu.

Gæði götulýsingar hefur áhrif á öryggi íbúa, gangandi vegfaranda og ökumanna. InteliLIGHT® lampastýringar bjóða upp á dimmingu fyrir hvaða LED götuljósalampa sem notar 0-10V eða DALI stýringu og geta aukið ljósmagn um leið og hreyfing er numin með þar til gerðum hreyfinemum. Þegar umferð gangandi vegfarenda er minni, eru ljósin lækkuð og þannig er dregið úr orkunotkun og líftími lampans lengdur.

Kerfið er sveigjanlegt og hægt að aðlaga það að þörfum hvers viðskiptavinar. Boðið er upp á mismunandi IoT samskiptatækni t.d. LoRaWANTM, NB-IoT og LTE-M og auðvelt er að samnýta mismunandi tækni og útfæra kerfið eftir þörfum hverju sinni. Þá er kerfið og allur búnaður sett upp eftir TALQ2 staðlinum sem tryggir að hægt er að nýta utanaðkomandi búnað með inteliLIGHT kerfinu og einnig hægt að nýta InteliLIGHT búnað með öðrum kerfum sem uppfylla TALQ2 staðalinn.


Kerfislýsing

  • InteliLIGHT búnaður
    • Stýribúnaður uppsettur á hverjum lampa fyrir sig
    • Stýribúnaður uppsettur í skápum
  • LoRaWAN gátt
  • LoraWAN netþjónn
  • InteliLIGHT veflægur hugbúnaður

FRE-24-ZHAGA lampastýring

  • ZHAGA tengi (book18)
  • Gerir kleift að fjarstýra lömpum með DALI 2 driver (ON/OFF/Dimma)
  • Sjálfvirkur rekstur byggir á fyrirfram skilgreindum upplýsingum um sólarupprás og sólarlag og/eða ljósnema.
  • Örugg samskipti byggð á dulkóðunarlyklum
  • Eftirlit með rafmagnsbreytum (mældum af DALI2 drivernum): V, W, A, Wh, PF og tíðni.
  • Ítarleg gagna vinnsla og tilkynninga möguleikar
  • Rafhlöðuknúin rauntímaklukka, vörn gegn óviðbúnum kerfisbilunum.
  • Infrarauðir tengimöguleikar fyrir uppsetningu á staðnum.
  • Innbyggður ljósnemi
  • Fjaruppfærsla hugbúnaðar (OTA – over the air)
  • Áætlaður líftími: 10+ ár

FRCM skápastýring

  • Uppsett í götuskáp, hannað fyrir sjálfvirkan rekstur götuljósabúnaðar og til þess að framkvæma þriggja fasa mælingar og greiningar á rafmagnsbreytum í götuljósakerfum.
  • Sjálfvirkur rekstur byggir á fyrirfram skilgreyndum upplýsingum um sólarupprás og sólarlag og/eða utanáliggjandi ljósnema.
  • Rauntíma stjórn á að kveikja/slökkva í gegnum hugbúnað í skýinu.
  • Mælir þætti í götuljósakerfinu: aflstuðul (e. Power factor), raunafl (e. Active power) launafl (e. Reactive power), sýndarafl(apparent), spenna (e. Voltage), straum (e. Current), tíðni (e. Frequancy), dagleg raun- og launafls orkunotkun.
  • Býður upp á stillingarmöguleika fyrir: straumspólur, spennu/afl vikmörk og dag/nætur notkunar vikmörk.
  • Tilkynnir allar bilanir og villur í rauntíma: lækkað/hækkað afl, lækkuð/hækkuð spenna, fasabilun.
  • Inntök: 2 x stafræn inntök (e. Digital input)
  • Úttök: 1 x rafmagnssnerta (e. Dry contact relay output) (230V, max 12A)
  • Rafhlöðuknúin rauntímaklukka, vörn gegn óviðbúnum kerfisbilunum.

FRE-220-P – Lampastýribúnaður – Utanáliggjandi/innbyggður

  • Meðal líftími: 15+ ár
  • Gerir kleift að fjarstýra hverjum lampa fyrir sig, lampar með straumfestu allt að 400W
  • Sjálfvirk stýring byggð á fyrirframgefinni áætlun og ljósnema.
  • IP66
  • Sérstakt öryggistryggt minni fyrir dulkóðunarlykla.
  • Eftirlit með fjölda rafmagnsbreyta: Wh, VARh, V, W, A, VAR, PF og tíðni
  • Ítarleg gagnavinnsla og viðvörunarmöguleikar.
  • Rafhlöðuknúin rauntímaklukka, vörn gegn óviðbúnum kerfisbilunum.
  • Infrarauðir tengimöguleikar fyrir uppsetningu á staðnum.
  • Innbyggður ljósnemi.
  • Fjaruppfærsla hugbúnaðar (OTA – over the air)

FRE-220-M – lampastýribúnaður – Innbyggður

  • Meðal líftími: 15+ ár
  • Gerir kleift að fjarstýra hverjum lampa fyrir sig, lampar með straumfestu allt að 400W
  • Sérstaklega hannað fyrir LoRaWAN.
  • Sjálfvirk stýring byggð á fyrirframgefinni áætlun og ljósnema.
  • Sérstakt öryggistryggt minni fyrir dulkóðunarlykla.
  • Eftirlit með fjölda rafmagnsbreyta: Wh, VARh, V, W, A, VAR, PF og tíðni
  • Ítarleg gagnavinnsla og viðvörunarmöguleikar.
  • Rafhlöðuknúin rauntímaklukka, vörn gegn óviðbúnum kerfisbilunum.
  • Infrarauðir tengimöguleikar fyrir uppsetningu á staðnum.
  • Innbyggður ljósnemi.
  • Fjaruppfærsla hugbúnaðar (OTA – over the air)

Intelilight veflægur hugbúnaður

Gagnvirkur og notendavænn hugbúnaður, býður upp á öflug stjórnunar- og skýrslutól, ítarlegar upplýsingar um stöðu lampa (ef uppsettur er stýribúnaður á hvern lampa), rauntíma villutilkinningar og ítarleg viðhaldsætlunargerðartól. Auð auki er auðvelt að framkvæma aðgerðir fyrir grúppur af stýringum samtímis með síun og forstilltum grúppum í kerfinu. Þá er hægt að setja upp ítarlega áætlun sem byggir á sólargangi, fyrirframgefnum tímasetningum og/eða ljós-/hreyfinemum. 

Auðvelt er að samtengja gögn við annan hugbúnað t.d. í gegnum API tengingu. Öryggi í kerfinu skiptir öllu máli og er hugbúnaðurinn undir stöðugu eftirliti og öryggi hennar uppfært til þess að útrýma veikleikum. Notuð er nýjast tækni við dulkóðun gagna, til þess að tryggja að gagnaflutningur og rekstur kerfisins verði ekki fyrir utanaðkomandi áhrifum.


Tengiliðir

Hrafn Guðbrandsson
Deildarstjóri – Stafrænar lausnir

hrafn@rafal.is

Rakel Sigurjónsdóttir
Lausnasérfræðingur – Stafrænar lausnir

rakel@rafal.is