Þann 2. febrúar síðastliðin var Rakel Sigurjónsdóttir hjá Rafal með erindi á UTmessunni um Núllorkuhúsið sem er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Rafal. Erindið fjallaði um tækifærin í samstarfi atvinnulífs og menntastofnana í átt að kolefnishlutleysi með rannsóknum á núllorkuhúsi og notkun IoT tækni í hönnun, eftirliti og smíði þess. Húsinu er ætlað að vera sjálfbært með vistvæna orkuframleiðslu til þess að uppfylla ISO staðal um skilyrði fyrir núllorkuhúsnæði annað en íbúðarhúsnæði. Mælingar og gagnasöfnun með IoT tækni gefur kost á gagnadrifinni ákvarðanatöku þegar kemur að hönnun og framþróun verkefnisins og hússins. Með þessu má gefa jörðinni rödd í vegferðinni að sjálfbærni og kolefnishlutleysi.