Rafal hefur hlotið nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fimmta árið í röð. Af því tilefni mættu fulltrúar Íslandsbanka og afhentu starfsmönnum okkar köku að gjöf til að fagna þessum áfanga.
Við erum virkilega stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki og höfum séð að það skiptir máli og eykur traust í viðskiptum.
Það er auðvitað starfsmönnum okkar og viðskiptavinum að þakka að við höfum náð að geta kallað okkur framúrskarandi fyrirtæki í svona langan tíma og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Áfram gakk!