Rafal hefur unnið þétt með Landsneti í að endurreisa mastur og línur sem urðu fyrir skemmdum vegna eldgossins við Sundhnúkagíga.
Nýtt 40 metra hátt mastur hefur verið reist, og forvírar strengdir. Unnið er við krefjandi aðstæður en verkefnin ganga vel, þökk sé öflugri samvinnu og fagmennsku. Á sama tíma er öflugt teymi frá Rafal í Svartsengi að undirbúa stækkun Svartsengisvirkjunar.
Við erum afar stolt af því að taka þátt í þessum mikilvægu innviðaverkefnum og enn stoltari af okkar fólki sem sýnir ástríðu, hugrekki og samstöðu í hverju sem það tekur sér fyrir hendur.