Rafal lýkur ISO 14001 vottun

Starfsemi Rafal hefur lokið ISO 14001 vottun frá úttektarfyrirtækinu BSI. Við erum stolt af vegferð okkar í átt að bættum vinnubrögðum, aukinni umhverfisvernd og aukinni sjálfbærni. Með umhverfisvænni starfsemi fyrirtækisins er það trú okkar að ekki einungis munum við geta minnkað kolefnislosun okkar heldur aðstoðað viðskiptavini okkar betur, við að draga úr sinni losun. Aukin nýting frá núverandi virkjunum, bætt viðhald, umhverfisvænni lausnir og efni, fjarvöktun og fleira eru allt þættir sem dregið geta úr kolefnislosun landsins.

Viðskiptavinir Rafal eru að miklu leiti fyrirtæki sem leggja mikla áherslu á umhverfismál, öryggi og sjálfbærni og það er okkur heiður og hvatning að taka þátt í vegferð þeirra. Það verður ekki ein stór lausn sem leysir þær umhverfisáskoranir sem landi stendur frammi fyrir, heldur margar litlar lausnir sem samanlagt mun ná markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.