Raforka og dreifing
Markmið deildarinnar er að þjónusta rafveitufyrirtæki, við viðhald og uppbyggingu á öllum stærðum rafbúnaðar, háspenntum eða lágspenntum, fyrir stórar og smáar virkjanir. Við höfum komið að flestum virkjunum sem reistar hafa verið á síðustu árum, svo sem Hellisheiðarvirkjun, Reykjanesvirkjun, Svartsengi, Búrfelli II og Búðarhálsvirkjun. Deildin spannar því stórt svið, allt frá háspennulínum á hæstu spennum að lágspenntum stjórnbúnaði.
Viðskiptavinum býðst fyrirbyggjandi viðhald og lagfæringar á búnaði sínum, sniðið að óskum hvers og eins.
Innan deildarinnar er að finna starfsfólk með mikla þekkingu og áratuga reynslu til taka að sér flókin og krefjandi verkefni af öllum stærðargráðum.
Deildarstjóri, Helgi Guðmundsson