1983 – Upphafið
Rafal var stofnað árið 1983 í Búðardal og hóf starfsemi í 25m² bílskúr og með skrifstofu í hluta 20m² kjallaraherbergis og hafði þá B löggildingu Rafmagnseftirliti Ríkisins. Rafal var stofnað að frumkvæði Landsvirkjunar og Orkubús Vestfjarða og í kjölfarið var gerður þjónustusamningur við Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða.
Jafnframt tók Rafal að sér að annast hverskonar þjónustu á rafbúnaði annarra rafveitna og fyrirtækja sem kaupa háspennta raforku. Megin verkefni hafa frá upphafi verið að sinna uppbyggingu og þjónustu fyrir og við raforkufyrirtæki í landinu.