Þegar Rafal flutti starfssemi sína að Hringhellu 9 í Hafnarfirði var ákveðið að setja á laggirnar járnaverkstæði. Járnaverkstæðið hefur alla tíð síðan séð um smíði á tönkum undir jarðdreifistöðvar, stálgrindum í dreifistöðvarhús ásamt ýmsu öðru og viðgerðum á búnaði fyrir veitufyrirtæki og aðra sem leitað hafa til Rafal.
Nú höfum við hjá Rafal tekið skrefið lengra og gangsett nýja vatnsskurðarvél af gerðinni Swift Cut sem gerir fyrirtækinu kleift að gata og skera ál og járn allt að 20mm þykkt. Vatnsskurðarvélin er góð viðbót við tækjakost fyrirtækisins og styður vel við þau verkefni sem eru á járnaverkstæðinu. Vélin er tölvustýrð sem gerir skurðvinnuna mjög nákvæma og afar einfalt að gera mörg nákvæmlega eins eintök. Einnig geymir vélin verkefni í minni og því mikill vinnusparnaður þurfi að endurtaka eitthvert verkefni.
Einnig var fjárfest í Baykal beygjuvél sem getur beygt efni allt að 3 metra langt og 6mm þykkt í stáli.
Járnaverkstæði Rafal er þannig orðið vel í stakk búið til að sinna ýmsum verkefnum í stál- og álsmíði og að beygja skinnur úr ál og kopar í dreifiskápa rafmagns.