Vöktun hitaveituþrýstings

Rafal vinnur með Veitum og akenza (sjá nánar um akenza) til að bæta eftirlit og stjórnun á jarðhitaorku með snjalltækni og IoT lausnum. Um er að ræða tvö verkefni, annars vegar vöktun þrýstings á Nesjavallaæðinni, sem flytur heitt vatn til höfuðborgarsvæðisins og hins vegar þrýstingur á heitu vatni víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk upplýsinganna sem fást með fjarvöktuninni er meðal annars að styðja við núverandi kerfi Veitna með því að staðfesta spálíkön varðandi þrýsting í kerfunum. Með þessari lausn er hægt að fylgjast með vatnsþrýstingi í rauntíma, draga þannig úr rekstrarkostnaði, bæta viðhaldskerfi og hámarka nýtingu jarðhitaauðlinda.

Markmiðið er að tryggja áreiðanlega orkunotkun á sjálfbæran hátt og auka skilvirka nýtingu orkunnar til framtíðar.

Frétt um málið og nánari upplýsingar má finna á akenza.io